Þal hrukkuslembrunnar er allstórt og greinilega blaðkennt, 5-8 sm í þvermál, bleðlar 1-2 sm breiðir og ávalir. Efra borð bleðlanna er áberandi hrukkótt með aflöngum, samsíða fellingum eða hryggjum sem eru þaktir örsmáum, hnöttóttum snepum að ofan. Skorurnar milli fellinganna hafa nánast enga snepa. Neðra borð er með holrúmum á móti fellingunum. Askhirzlur hafa ekki sést á hrukkuslembur hér á landi. Hún hefur blágræna þörunga af ættkvíslinni Nostoc.
Hrukkuslembran vex á berum klettaveggjum, aðeins fundin á strand-klettum syðst á landinu.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Engar fléttusýrur þekktar.
Á Mýrdalssvæðinu vex önnur afar sjaldgæf tegund með breiðum bleðlum, víkurslembra (Collema subflaccidum) sem fljótt á litið líkist hrukkuslembru. Hana vantar þú hinar einkennandi hrukkur, en hefur í staðinn breiður af örsmáum, hnöttóttum snepum, svo yfirborðið virkar duftkennt.