Þal svarðpírunnar er hreisturkennt, gert af smábleðlum sem eru 1-3 mm í þvermál og aðlægir að yfirborðinu, gráhrímaðir ofan og með fíngerða, laufskerta jaðra, ljós gráir eða grábrúnir á litinn, dekkri brúnir þar sem hrímið vantar, með áberandi svörtum dílum (skjóðumunnar) og stundum lítið eitt reitskiptu yfirborði í miðjunni. Skjóðurnar eru 170-220 µm í þvermál, hnöttóttar eða egglaga, að mestu á kafi í þalinu, munninn stendur lítið sem ekkert upp úr. Veggir skjóðunnar eru dökk brúnir á sniði, gróin eru átta í hverjum aski, aflöng-sporbaugótt, glær, einhólfa, 17-23 x 6-8 µm að stærð.
Svarðpíran vex á berum eða lítt grónum
jarðvegi og er mjög algeng um allt land, einnig á Miðhálendinu.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Engar þekktar fléttusýrur.