hefur hrúðurkennt þal og
reitskipt, reitir fremur fíngerðir, 0,3-0,5 mm í þvermál, efra borð
þeirra oftast ljóst eða hvítleitt, en stundum nokkuð grátt eða
grábrúnt, vaxkennt í útliti og oft mislitt. Oft losna reitflögurnar
frá undirlaginu svo þalið flagnar af og verður ósamfellt. Askhirzlur
algengar, rísa aðeins upp úr yfirborði þalsins, dökk brúnar eða
brúnsvartar, verða lítið eitt kúptar með aldrinum, með ljósgráa til
dökkgráleita þalrönd, 0,4-0,8 (1) mm í þvermál. Ljóst eða hvítleitt
forþal er oft áberandi á jaðrinum, stundum með blágráu belti innan
við. Askar með átta gróum, gróin glær, einhólfa, sporöskjulaga,
8,5-11 x 5-6 μm. Seltutarga er algeng á
sjávarklettum kring um landið, en finnst ekki þar sem aðeins er
sandur við suðurströndina.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar fléttusýrur þekktar.
Seltutarga á fjöruklettum á Melum í Árneshreppi sumarið 1967.
Seltutarga á fjöruklettum við Pétursborg utan Akureyrar. Þetta er fremur ungt þal, lítið farið að mynda askhirzlur, en með skýru forþali á jaðrinum.