Þal bútaspreklunnar er afar þunnt,
kemur fram sem slitróttir þörungahópar inni í efstu frumulögum
viðarins og framkallar ljósa, hvítgráa bletti á viðnum. Askhirzlur
eru ætíð til staðar, aflangar og oddmjóar í annan eða báða enda,
dökk brúnar, ólífugrænleitar eða brúnsvartar á litinn, 1-2,5 mm á
lengd og 0,2-0,3 mm á breidd, mattar, ungar með þykka barma eða
varir sem oft hafa léttan gljáa,. Gróin eru einhólfa, glær,
sporbaugótt, átta í aski, 8-13 x 4-5,5 µm að stærð. Askþekja er dökk
brún, askbeður glær, 65-90 µm þykkur, undirþekja glær, geldþræðir
eru brúnir og þykkir í endann. Bútaspreklan vex á gömlum viði, sem
lengi hefur legið úti. Hún er nokkuð algeng, líklega dreifð um allt
landið.
Þalsvörun: K-, C-,
KC-, P-.
Innihald:
Stictinsýra.
Bútasprekla á gömlum viði í tóftum Sæunnarstaða í Hallárdal á Skaga. Sýni sem safnað var 2. júlí 1994. (Ath. eldri mynd?)