Þalhreistrur svarðlaufsins eru 2-5 mm
breiðar og 3-7 mm á lengd, vaxa í þéttum breiðum, grágrænar eða
brúnar að ofan, hvítleitar að neðan, oftast með skertum jaðri.
Þalgreinar eru sjaldséðar, 3-10 mm á lengd, alsettar grágrænum
barkreitum eða hreistrum, með barklausum eða sprungnum svæðum á
milli. Askhirzlur á enda þalhreistranna, dökk brúnar, margar saman,
0,3-1 mm í þvermál; pyttlur dökk brúnar á jörðum þalhreistranna.
Þalsvörun:
Innihald: Atranórin,
norstictinsýra.