er hreisturkennd
flétta með rauðbrúna þalbleðla. Hún er því auðþekkt frá öllum
fléttum sem líkt byggingarlag hafa á litnum. Roðaslitra vex einkum á
ógróinni mold í klettaskorum og á klettasyllum. Hún er nokkuð algeng
á austanverðu Norðurlandi þar sem landrænt loftslag er ríkjandi,
sjaldgæf annars staðar.
Roðaslitra á mold yfir
klettum uppi á barmi Dimmugljúfra neðan Kárahnjúka 24. júlí
2002.