Þal kryppukrókanna er
runnkennt, um 2-8 sm á hæð, þalgreinar 1-4 mm þykkar, stundum
uppréttar en oftast meir eða
minna útsveigðar og jarðlægar eða bögglaðar,
halda þykkt sinni vel upp á við, eða þykkna jafnvel ofan til, oft
með stuttum, þykkum hliðargreinum ofarlega.
Yfirborð greinanna ljósbrúnt neðst, verður grænna upp eftir og að
lokum brún-grænt eða dökk rauðbrúnt og gljáandi í toppinn, með
vörtum eða kryppum fylltum með þykku, hvítu
miðlagi, sem stundum getur sprungið út á yfirborðið. Askhirzlur ekki
séðar. Kryppukrókar vaxa á jarðvegi í mólendi eða klettum,
gjarnan uppi á þúfum eða toppum (fuglaþúfum)
sem standa upp úr landslaginu. Líklega algeng um allt land.
Þalsvörun:
K- eða + fölgul, C-, KC-, P+ rauðgul.
Innihald:
Fumarprotocetrarsýra, stundum lítið eitt atranórín.