er hrúðurkennd
flétta með ofurlítið blaðkennda jaðra, oftast grágrænleit á litinn
með grænleitar eða svargráar askhirzlur. Askhirzlurnar eru með
ljósri þalrönd eins og flestar törgur, enda skyld þeim. Vörðuflagan
vex einkum á klettum eða uppi á stórum steinum eða vörðum þar sem
umferð fugla er nokkuð mikil, enda áburðarsækin. Hún hefur fremur
landræna útbreiðslu á landinu, og er því algengust á innanverðu
norðausturlandi frá Eyjafirði austur á Fljótsdalshérað.
Myndin er tekin á
Moldhaugahálsi í Eyjafirði vorið 1997