er runnflétta sem
vex í móum víða um land, virðist algengari á norðanverðu landinu en
á Suðurlandi. Hún líkist mjög grábreyskju en er ekki nærri eins
algeng. Fljótt á litið er erfitt að sjá skýran mismun á þessum
tegundum, en þegar þær þroska askhirzlur kemur fram munur
fólginn í því, að askhirzlur loðbreyskjunnar eru sérlega smáar og
margar og mest hliðstæðar á greinunum. Grábreyskjan hefur hins vegar
oft stórar, endastæðar askhirzlur. Báðar eru með nokkuð bleikloðnum
stofni, og kemur ekki fram verulegur munur á því, þrátt fyrir
nafnið. - Hraufubreyskja, Stereocaulon
uliginosum, er mjög sjaldséð tegund sem líkist
grábreyskju og loðbreyskju, en þekkist á hnöttóttum hraufum á
greinendunum.
Myndin af loðbreyskju er
tekin haustið 1962 í Menntaskólanum á Akureyri, af eintökum
safnað í hlíð Tungnafjalls við Þverárdal í Inn-Eyjafirði.
Dæmigerðar eru hinar mörgu, litlu askhirzlur.