Þalið sæmerlunnar er
hrúðurkennt, rauðgult, ósamfellt, reitskipt eða smábleðlótt, reitir
0,3-0,5 mm í þvermál, bleðlar af svipaðri stærð, ávalir fyrir
endann. Þalrendur þétt aðgrónar, oft með örmjóu, hvítu forþali.
Askhirzlur flatar eða lítið eitt kúptar, rauðgular með ljósari, lítt
útstandandi þalrönd, oft lítið áberandi en geta myndað allþéttar
þyrpingar. Gróin átta í aski, sporöskjulaga, 11-15 x 5-8 μ með þykku
þvervegg.
Þalsvörun:
K+ vínrauð, C-, KC-, P-.
Sæmerla á sjávarklöppum á Kálfhamarsvík á Skaga árið 1994.
Sæmerla undir Hringdalsnúp við Arnarfjörð í júlí 1968.