Þal digurkrókanna myndar mjög stórar
jarðhreistrur, allt að 1 sm breiðar og 2,5 sm langar, djúpskertar
með ávölum bleðlum, grágrænar á efra borði en hvítleitar að neðan.
Þalgreinar myndast upp frá efra borði jarð-hreistranna, þær eru
gildvaxnar (2-5 mm) og um 1,5-7 (9) sm háar, grágrænar eða
gulgrænar, oft með sinulit eða lítið eitt bleikleitar, lítið eitt
greindar, með opnar axlir, yfirborðið vörtótt eða reitskipt, stundum
með rifum, en stundum fremur slétt. Askhirzlur ekki séðar hér á
landi, dökkbrúnar eða svartleitar pyttlur á greinendunum.
Þalsvörun:
K+ gul, C-, KC-, P+ gulrauð, eða nánast neikvæð.
Innihald:
Atranórin, fumarprotocetrarsýra (stundum mjög lítið).