er flétta sem er
allvíða um landið vestanvert, einkum við úthafsloftslag. Hún
er þó ætíð mjög strjál, vex helzt í smáflókum uppi á eða utan í
hæðum og bungum. Flókakræðan er gulhvít á litinn, með svörtum
yrjum, greinarnar eru sumar hárkenndar en aðrar útflattar og nokkuð
gildar. Hér til hliðar sést hún í gamburmosabreiðu utan í
Spákonufelli á Skagaströnd. Flókakræðunni er skipt í tvær
deilitegundir, ssp. vexillifera og ssp. sarmentosa. Sú
síðarnefnda fannst ekki hér á landi fyrr en árið 2003, en hún vex á
birkitrjám. Hún hefur fíngerðari greinar og sjaldan eins útflattar
og höfum við nefnt hana birkikræðu á íslensku.
Þal
flókakræðunnar er runnkennt, líkist í fljótu bragði nokkuð
skollakræðu, en þalgreinarnar eru meir eða minna
sveigðar og jarðlægar í flækjum, þær grennri sívalar, en þær
breiðari flatar, jafnvel nær blaðkenndar, með djúpum rásum og
gryfjum. Greinarnar eru aðeins 35-80 míkron í endann, en stofngreinar
venjulega 2-6 mm breiðar, stöku sinnum allt að 2 sm, yfirborðið matt
og grængult, sverari greinar með áberandi svörtum sveipum hér og
þar, aflöngum hvítgulum raufum. Askhirzlur eru óþekktar hér á landi.
Flókakræðan vex á jarðvegi, oftast í staðbundnum flækjum fremur en
samfelldum breiðum, og heldur sig einkum uppi á hæðum, brúnum
fuglabjarga og utan í fjallabrúnum. Hún er allvíða þar sem
úthafsloftslag er alls ráðandi, einkum á Vesturlandi, en finnst ekki
í hinu landræna loftslagi inn til dala á Norðurlandi.
Þalsvörun: K- (barkarlagið stöku
sinnum með brúnlaxagula svörun), C-, miðlagið KC+ rauð eða KC-, P-.
Innihald: Tvenns konar stofnar eru hér á
landi: Annar með usninsýru og alectoroninsýra (40%), hinn með usninsýru eingöngu
(60%).
Flókakræða utan í
Spákonufellsborg á Skaga árið 1987.
Flókakræða á Laxárdalsheiði, Dalasýslu 9.
júlí 2013.
Flókakræða á Laxárdalsheiði, Dalasýslu 9.
júlí 2013.