Þal loðtjásunnar er 3-6 sm í þvermál. Bleðlar eru 5-12 mm breiðir, með skerðingum og ávalir milli skerðinga, röndin stundum bylgjótt, oft uppbrett. Efra borð er grátt eða svart með ólífugrænum blæ, matt, venjulega þakin þyrpingum af örsmáum, hnöttóttum snepum svo yfirborðið verður duftkennt ásýndar. Neðra borð er ólífugrátt, meir eða minna þakið stuttri, hvítleitri loðnu á milli vöndla af lengri, hvítum rætlingum. Askhirzlur eru ekki þekktar hér á landi.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Engar fléttusýrur þekktar.