er mjög smávaxin
flétta sem myndar svarta, kringlótta púða, oft um 1 sm í þvermál.
Þalið myndar þyrpingar af kolsvörtum, hlaupkenndum, smágreinóttum
laufum eða sepum sem eru um 0,5-1 mm á lengd og 0,15-0,3 mm á
breidd. Fljótlega þroskast innan um þessa sepa svartar, kúptar, nær
hálfkúlulaga askhirzlur. Þær eru um og innan við 1 mm í þvermál.
Innan í öskum askhirslunnar myndast örsmá, glær, sporöskjulaga eða
nær hnöttótt gró sem notuð eru til fjölgunar. Flétta þessi notar
ekki grænþörunga í sambýli sínu, heldur aðeins blágræna af
ættkvíslinni Nostoc, sem myndar keðjur inni í þalinu. Hún vex á
jarðvegi, oft yfir örsmáa soppmosa sem þekja yfirborðið. Hún
er sjaldgæf á Íslandi, virðist vera algengust þar sem gróið er á
norðanverðu hálendinu, svo sem á Hofsafrétti og á Vesturöræfum við
Snæfell.
Myndin af firnasortu er
tekin á Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri af sýni frá
Brúardölum austan Jöklu, gegnt Kringilsárrana, 11. ágúst árið
2000.