er smávaxin
hrúðurflétta sem vex á blágrýti, bæði ungum hraunum og á eldra
bergi. Hún er lítið áberandi, hefur þunnt, ljóst þal, virkar
hvítleitt eða ljósgrátt og reitskipt þar sem það er þykkast, en
annars dökkgrátt og slétt ef litur bergsins skín í gegn um þunnt
þal. Askhirzlurnar eru flatar eða lítið eitt íhvolfar með þykkum
barmi, svartar, stundum með aðeins brúnleitum blæ, sitja venjulega
vel niðri í þalinu. Gróin eru glær, marghólfa múrskipt.
Myndin af hraunflikru er
tekin á Náttúrufræðistofnun, Akureyri af sýni sem safnað var í
Surtsey 1994.