Bleðlar snæþembunnar eru
þétt samanflæktir, langir og mjóir, kúptir ofan eða nær sívalir,
0,2-1,5 mm breiðir, marggreindir. Efra borð frá því að vera
sinulitað, grábrúnt upp í dökk brúnt eða svartleitt, gljáandi eða
ekki, með fjölmörgum brúnum eða svörtum punktum, sem stafa af
pyttlum sem eru grafnar í þalið. Neðra borð er svart, matt, meir eða
minna grópað eða holað neðan frá. Askhirzlur eru brúnar, 3-7 mm í
þvermál, lítið eitt íhvolfar, með þalrönd samlitri þalinu, oft með
örsmáum bleðlum. Askar hafa 8 gró, gróin glær, einhólfa,
breiðsporbaugótt, 7,5-10 x 5,3-7 mikron að stærð.
Þalsvörun:
Miðlag K- eða K+ gult, C-, KC+ rautt (eða KC-), P+ gult til
laxagult.
Innihald:
Tveir stofnar, annar með atranórin, physodinsýru og oft
protocetrarsýru eða fumarprotocetrarsýru, hinn með atranórin,
protocetrarsýru og fumarprotocetrarsýru en vantar physodinsýru.