líkist fljótt á
litið engjaskóf, en hefur dökkar og skarpar æðar á neðra borði, og
er vaxin snepum á blaðröndum efra borðs og meðfram sprungum eða
rifum í þalinu. Einnig líkist hún oft mjög dældaskóf sem einnig
hefur skarpar, dökkar æðar á neðra borði, en þar skilja sneparnir á
efra borði bezt á milli. Giljaskófin vex víða um land, oft í
klettum, giljum eða gljúfrum, mun algengari um sunnanvert landið en
á Norðurlandi.