Þalið hrúðurkennt, reitskipt.
Þalreitir 0,5-1 mm að stærð, hvítir, yfirborðið matt eða
lítið eitt kornað/duftkennt af kalsiumoxalat-kristöllum. Askhirzlur
svartar, í fyrstu flatar og rísa lítið upp frá þalinu, verða
fljótlega mjög kúptar og að lokum hálfkúlulaga og rísa hátt. Stundum
er vottur af hvítleitri þalrönd með jaðri þeirra, og oftast eru
askhirzlurnar meir eða minna þaktar hrími, bæði þær yngstu og einnig
þær kúptu. Askar með átta gróum, gróin flest fjórhólfa eða múrskipt
með einum langvegg, dökk brún eða grænbrún á litinn, 13-16 x 7-9,5
μ. Askþekja dökk brún, botnþekja brún.
Hrímdoppan vex oft á móbergi eða sandsteini, en einnig á basalti.
Erlendis er hún einnig á trjáberki, sníkir á öðrum fléttum á
ungstigi.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Engar fléttusýrur.
Hrímdoppa frá Víkurhömrum austan Víkur í Mýrdall.
Hrímdoppa úr Jökulsárgili við Villinganes í Skagafirði.