Bleðlabikar hefur runnkennt
þal, þalgreinar 2-5 sm á hæð, blágráar, hvítleitar
eða lítið eitt grábrúnar á litinn, lítið eitt greindar, oft
svartyrjóttar neðan til á milli þörungasvæðanna, barkarlag
stundum reitskipt og flagnar af. Bikarar eru oft til staðar, stundum
ógreinilegir, oft götóttir og bleðlóttir, með nýjar þalgreinar upp
úr miðju sem aftur geta myndað bikara. Allstórar hreistrur eru oft
áberandi á þalgreinunum og bikörunum, hvítar á neðra borði.
Jarðhreistrur eru allstórar og varanlegar, oft 1-4 mm á lengd, oft
brúnleitar neðan. Askhirzlur eru sjaldséðar, dökk brúnar.
Bleðlabikar hefur oftast blágrárri lit en fjallabikarinn, og stórir
bleðlar með hvítu neðra borði eru meira áberandi á þalgreinum og
bikörum, sem sprota meira upp úr miðju og eru oft áberandi götóttir.
Bleðlabikarinn vex í mólendi til fjalla og í snjódældum. Hann er
algengur á Miðhálendinu og til fjalla um allt land.
Þalsvörun:
K+ gul, C-, KC-, P+ gulrauð.
Innihald:
Atranórin og fumarprotocetrarsýra.
Bleðlabikar á Héraðssandi, Fljótsdalshéraði 13. júlí 2014.
Bleðlabikar á Héraðssndi, Fljótsdalshéraði 13. júlí 2014.