eða
öræfaostur er runnkennd flétta sem vex á mold, vikrum og
söndum, eða í sandorpnum hraunum. Greinarnar eru þéttar, alsettar
bústnum þalvörtum með dökkri laut í miðju, og mynda oft fremur þétt,
púðakennt yfirborð og ávalar kúpur, og kemur þar af ostnafnið.
Öræfaosturinn er oft mjög áberandi á síðsumarskvöldum þegar ekið er
um öræfi landsins í myrkri, því hann inniheldur efni sem er
fluorescent í útfjólubláu ljósi, og verður því eins og sjálflýsandi
í endurskini bílljósanna.
Vikurbreyskja við
Þúfuvötn á Sprengisandsleið í júlí 1981.
Þessi risavaxni
öræfaostur var á Blautukvíslareyrum við Þjórsárver árið 1984. Hann
var 30 sm á lengd og grasvíðir hefur náða að vaxa í gegn um hann.