Runnkennd flétta með uppréttar, 1-3,5 sm háar þalgreinar, lítið greindar ofan til eða ógreindar með sljóum oddi, eða typptar með rauðum askhirslum, barkklæddar neðan til eða með kornkenndu, oft hreistruðu yfirborði, en með duftkenndum hraufum ofan til. Askhirslurnar eru skærrauðar, 2-5 mm í þvermál.
Rauðbroddarnir vaxa á mýraþúfum eða í kjarrlendi. Hér á landi eru þeir mjög sjaldséðir, aðeins fundnir á Vesturlandi. Þalsvörun: K+ gul, C-, KC-, P+ gul.
Innihald: Barbatinsýra, thamnólinsýra, Rhódóphyscin.