er sjaldgæfust af
glámunum. Hún þekkist helzt á því, að hún hefur oft engar
askhirzlur, en myndar hraufur í staðinn sem eru eins og duftkennd
útbrot á mjólkurhvítu þalinu. Eins og hinar glámurnar hefur hún
ljósbrúnar hnyðlur með blágrænum þörungum.
Myndin af hraufuglámu er
tekin á Náttúrufræðistofnun á Akureyri þann 28. maí 2009 af sýni
ofan af fjallshrygg norðan Skuggafjalla á Skaftártungnaafrétti.