hefur dökkbrúnt eða brúnsvart, hrúðurkennt þal, sem stundum er
allþykkt og reglulega reitskipt með kúpta þalreiti, en stundum
þynnra með flata þalreiti. Skjóðumunnar koma fram sem brúnar,
bungulaga smábólur á toppi þalreitanna, oft með laut ofan í miðjuna.
Skjóðurnar eru að hluta til niðurgrafnar, en rísa oft allhátt,
0,35-0,6 mm í þvermál. Aflangar grænþörungafrumur
eru innan um askana í askbeðnum. Gróin eru tvö í hverjum aski,
marglaga múrskipt, í fyrstu glær en síðar dökkbrún, langsporbaugótt
í lögun.
Reitvartan vex á steinum og klettum í raka, oft á skáflötum með
setlandi vatni, á steinum í eða við læki, eða við fjöru og við
fossa, en einnig á þurrari klettum. Hún er algeng um allt norðanvert
landið, sjaldséðari á Suðurlandi.