Gígnæfran er allstór skóf,
þalið blaðkennt, 5-15 sm í þvermál. Þalbleðlar eru 1-2 sm á breidd,
ávalir. Efra borðið er matt, stundum aðeins hrufótt, gulgrátt eða
grágrænt í þurrki, en gulgrænt eða blágrænt í vætu, með mörgum
aflöngum eða kringlóttum, grábrúnum eða grábláum hraufum bæði á
jöðrum bleðlanna og einnig inni á þalinu, yfirborðið ójafnt með
lautum og hvelfingum, án loðnu. Neðra borð er ljósbrúnt og loðið við
jaðarinn, oft rauðbrúnt innar og nær miðju þakið dökk brúnni loðnu
en með hvítum, nöktum blettum hér og hvar. Engar askhirzlur þekktar
hér á landi.
Brezku grasafræðingurinn Hooker taldi sig hafa séð þessa skóf í nágrenni Reykjavíkur árið 1809, en hún hefur aldrei sést þar síðan.
Þalsvörun:
Miðlag K+ gult, C-, barkarlag KC+ gult, hvítu blettirnir á neðra
borði KC+ rauðir, P+ gul → laxagul.
Innihald: Úsninsýra, Scrobiculin (stictinsýra)?