Blástúfa
Lecania baeomma
er mjög sjaldgæf flétta. Oftast myndar
hún bláleitt þal sem er alsett kúptum hraufum eins og hér sést á
efri myndinni. Stöku sinnum myndast
ein og ein askhirzla, þær eru þá stórar og vaxkenndar, gulleitar eða
kolugar og brúnleitar utan. Blástúfan er líklega sjaldgæf, aðeins
þekkt frá einum stað á Íslandi. Hún vex einkum neðan í eða utan á
slútandi bergi eða hellisskútum.

Blástúfa í Dritvík á Snæfellsnesi 1974
Myndin er tekin af sýni safnað af Svanhildi Svane.

Blástúfa frá Dritvík. Ofan til vinstra megin
við miðja mynd má sjá askhirzlu sem skorið hefur verið í.