Þal fuglaglæðunnar er blað-
eða runnkennt, bleðlarnir eru aðeins 0,5-1 mm breiðir, þéttstæðir og
meir eða minna uppréttir. Þeir mynda hálfkúlulaga púða eða
samfelldar breiður, einn til nokkrir sentimetrar í þvermál. Jaðrar
bleðlanna eru skertir eða tenntir, kornkenndir. Efra borð bleðlanna
er með skærum gulum eða appelsínugulum lit, matt, neðra borðið er
hvítt eða gulleitt með hraufukornum, sem oft eru mest út við
jaðarinn. Askhirzlur eru skífulaga, íhvolfar, appelsínugular á
litinn með þykkri þalrönd, 0,5-1,5 mm í þvermál. Askar hafa átta
gró, gróin eru glær, tvíhólfa, 9-14 x 5,5-7 míkron að stærð.
Þalsvörun: K+ vínrauð, C-,
KC-, P-.
Innihald: Parietin.
Fuglaglæða á tréverki í Reykjavík árið 1981.
Fuglaglæða utan í klettum á Ögurnesi við Ísafjarðardjúp 8. júlí 2013.