Þal gljúfraglypjunnar er
hrúðurkennt í miðju með blaðkennda jaðra, 2-5 sm í þvermál. Stundum
drepst þalið í miðju og fellur brott, svo fléttan verður hringlaga.
Randbleðlar eru aflangir, 0,4-1 mm breiðir, samsíða og innskornir,
venjulega þétt aðlægir að steininum. Efra borð er olívugrænt eða
grænbrúnt, ljósara út við jaðarinn, með mattri áferð, neðra borð
hvítbleikt, án rætlinga. Askhirzlur eru venjulega margar, brúnar,
0,4-0,8 mm í þvermál, kringlóttar, flatar með ólívugrænni þalrönd.
Askar með 16 gróum, gróin glær, egglaga eða sporöskjulaga,
einhólfa,6,5-9 x 4-5 míkron að stærð.
Gljúfraglypjan vex á basalti
í gljúfrum, giljum og öðrum klettaveggjum sem eru í raka og skugga.
Stundum einnig á klettabeltum hátt til fjalla þar sem þokusælt er.
Hún er nokkuð algeng og dreifð um landið.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Engar fléttusýrur
þekktar.