er örsmá flétta sem hefur hrúðurkennt, kleprótt þal gert af ávölum, rauðbrúnum vörtum, 0,2-0,5 mm í þvermál. Inni í þalvörtunum eru Nostoc-þræðir. Askhirslurnar eru kúptar, rauðbrúnar og samlitar þalinu, 0,3-0,6 mm í þvermál með þunnum barmi án þalrandar. Askgróin eru átta í hverjum aski, glær, aflöng, um 10 sinnum lengri en breið, einraða fjór- til sexhólfa. Gerð askgróanna aðgreinir þessa tegund frá agnarlóru (Arctomia delicatula), sem er afar lík í útliti, en hefur lengri askgró með einraða sex til tíu hólfum. Báðar eru álíka algengar, hafa fundist á nokkrum stöðum á landinu, angalóran þó aðeins á vestur helmingi landsins. Náskyld angalóru er agnarlóra, Arctomia delicatula, lík í útliti en hefur lengri askgró með 6-10 frumuhólfum.
Angalóra, kúptar rauðbrúnar askhhirslur. Sýnið er frá botni Mjóafjarðar vestra.
Fjórhólfa askgró af angalóru