vex á trjám, bæði á
bolum og greinum. Stöku sinnum finnst hún einnig á innfluttum
viði. Hún er grá á litinn eins og flatþemba, bleðlarnir eru
útbelgdir og holir innan, mynda oft sívalar greinar með hraufum á
endanum. Pípuþemba er víða í skógum á Austurlandi, en annars
staðar fremur sjaldséð. Utan Austurlands hefur hún fundizt á
villtu birki í Aðaldalshrauni og í
Vatnshlíð
við Hvaleyrarvatn, og auk þess sem slæðingur á innfluttum viði.
Pípuþemba á grein í
skóginum við Fálkaás í Geithellnadal árið 1990.