Þal voðarskófarinnar er
runnkennt með hárfínum, örsmáum greinum, myndar þunna og
hrúðurkennda, svarta voð yfir steinum. Greinarnar skipa sér gjarnan
í sléttan flöt, aðalgreinarnar oft lítið eitt útflattar, um 200-350
mikron á breidd, sjaldan upp í 500. Greinendar eru sívalir, 30-80
míkron, og sjaldan meir en 5 mm langir, svartir eins og allt efra
borðið, stundum ofurlítið gljáandi, neðra borð dökk- til ljósbrúnt,
megingreinar oftast ljósar að neðan. Askhirzlur eru svartar, 1-2 mm
í þvermál, jaðarinn vörtóttur eða með randstæðum greinum. Pyttlur
eru hliðstæðar á greinum efra borðs, hálfar á kafi en með útstæðan
topp. Askar með átta gróum, 9-12 x 5-6 mikron að stærð.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engin fléttuefni fundin.