Næfurskófin verður allt að
15 sm í þvermál, bleðlar allbreiðir, 10-15 mm. Efra borð er grátt,
víða með dökk brúnum blettum, og oft brún við jaðarinn, með hraufum
eftir ósamfelldum línum eða í netlaga mynstri, jaðrar meir eða minna
skertir eða hrukkóttir, sums staðar með hraufum á röndinni. Neðra
borð er dökk brúnt eða svart inni við miðju, með hvítum skellum hér
og hvar, brúnt eða ljósbrúnt nær jaðrinum, oft gljáandi með
upphleyptum netlaga hryggjum. Hvorki askhirzlur né pyttlur eru
þekktar á íslenzkum eintökum.
Þalsvörun:
Barkarlag K+ gult, C-, KC-, hraufur P+ hægfara gular.
Innihald:
Caperatinsýra, atranórin.
Næfurskóf á birkigrein í Eyjólfsstaðaskógi á Héraði 30. júní 2010.
Næfurskóf í Austurskógum í Lóni árið 1996.