er mjög algeng á
Íslandi, ekki síst til fjalla. Víða til fjalla í stórgrýttum urðum
eru ryðkarta og fölvakarta oft mest áberandi á grjótinu. Ryðkartan
hefur dekkra ryðlitað þal og er venjulega alsett askhirzlum, en
fölvakartan er með fölari ryðlit og hefur venjulega engar
askhirzlur.
Ryðkarta uppi á
Breiðdalsheiði á Austurlandi árið 1979. Ryðlita fléttan með
svörtu askhirzlurnar er ryðkarta, en sú ljósari sem vex að hluta
inni á ryðkörtunni, og einnig neðst til vinstri, er fölvakarta.