Þal tröllaskeggsins myndar
stinna, að mestu upprétta, 2-6 sm háa toppa af þéttstæðum, sívölum
greinum. Greinarnar eru 1-2 mm breiðar við fótinn, en mjókka út til
endanna, grængular neðst, en svartyrjóttar ofan til, greinendar
venjulega svartir með gulgrænum blettum. Yfirborð greinanna er
þéttvörtótt, lítið eitt gljáandi eða matt, með hliðstæðum,
grásvörtum hraufum sem oft verða breiðari en greinarnar. Séu
greinarnar slitnar sundur, kemur í ljós hvítleitur miðstrengur.
Ask-hirzlur hafa ekki sést hér á landi.
Tröllaskegg vex einkum á klettum sem standa áveðurs hátt til fjalla.