er stórvaxin
geitaskóf, algeng einkum á norðanverðu landinu og til fjalla.
Hún er grábrún og fremur jafnlit á efra borði, en ljós og bleikleit
á neðra borði, nema svört í kring um naflann. Hún hefur fáa
eða enga rætlinga. Hún vex einkum á stórum steinum eða
klettum, einkum þar sem fuglar setjast tíðum, og getur orðið 10-12
sm í þvermál, þótt oftast sé hún minni.
Hrossanafli uppi á
Digramúla á Skaga 6. júlí árið 1992.