Urðarkarta
Porpidia tuberculosa
er hrúðurkennd flétta sem vex á klettum og í stórgrýtisurð til
fjalla. Þalið er ljós gráblátt eða grábrúnt, reitskipt, með dökku
forþali sem oft er einnig sýnilegt á milli þalreitanna. Askhirzlur
myndast ekki, en urðarkartan ber gráleitar, kringlóttar hraufur sem
geta verið niðurgrafnar með börmum, en stundum jafnvel ávalar. Hún
líkist auðnakörtu en þekkist frá henni á jákvæðri J-svörun
miðlagsins. Urðarkartan er nokkuð algeng og vex einkum á skuggsælum
stöðum.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-,
P-, miðlagið J+
blátt.
Innihald:
Confluentinsýra.