Þal fjarkaduðrunnar er hrúðurkennt,
fremur þunnt, brúnleitt, grábrúnt eða hvítleitt, myndar þunnan hjúp
utan um mosagreinar og sinu, eða ef það er þykkara þá er yfirborðið
smávörtótt (0,1-0,2 mm). Askhirzlur eru í fyrstu flatar eða lítið
eitt kúptar, þykkar, með eiginrönd en verða fljótt kúptar og
randlausar, dökk brúnar eða brúnsvartar á litinn, 0,4-1,2 mm að
stærð. Gróin eru átta í hverjum aski, aflöng-oddbaugótt, oftst
fjórhólfa, 15-26 x 5-8 μm. Askþekjan er brún, askbeður glær eða
ljósbrúnn, 80-90 μm þykkur, undirþekja oft brúnleit efst og í
botninn, en annars að mestu glær. Fjarkaduðra vex á mosagrónum
jarðvegi, einkum til fjalla. Hún er nokkuð víða á hálendinu og til
fjalla við Eyjafjörð.
Þalsvörun: K+ gult →
laxagult,
Innihald: .