Þal
skollakræðunnar
hefur meir eða minna uppréttar
greinar, 4-10
(12) sm á hæð, sívalar eða aðeins útflattar í þversniði, um 2 mm á þykkt við stofninn en aðeins 0,05-0,1 mm í endann.
Þalgreinar
hennar
eru hvítgular eða grængular, mattar, um það bil 1-10 mm
svæði við greinendana svartleitt. Hvítgular, lítið eitt upphleyptar
raufar eru oft áberandi á yfirborði þalgreinanna. Askhirzlur hafa
ekki sést á Íslandi. Skollakræðan vex á jarðvegi uppi á hæðum og
utan í hæðarbrúnum, og myndar oft gular
breiður sem eru sýnilegar langt að. Hún er algeng á Norður- og
Norðausturlandi frá Fljótsdalshéraði vestur að Arnarvatni. Utan þess
svæðis aðeins þekkt frá Álftanesi og nágrenni á Suðvesturlandi.
Þalsvörun:
K- (barkarlagið getur sýnt brún-laxagula svörun), C-, KC+ gul,
miðlagið P+ gult eða brúnlaxagult, sú svörun er skýrust á miðlagi
gildra stofngreina.
Innihald: Usninsýra, diffractaínsýra.
Skollakræða í Hrafnabjargatungu í Austur- Húnavatnssýslu árið 1988.
Skollakræða í Hrafnabjargatungu í Austur-Húnavatnssýslu 24. júní 2010.