er
afar fíngerð hrúðurflétta með reitskiptu þali, reitirnir eru afar
smáir (0,3-0,5 mm) og þéttstæðir, þalið hvítt eða ljósgrátt,
askhirzlur dökkbrúnar til svartar, niðurgrafnar í hæð við þalið,
aðeins 0,2-0,4 mm í þvermál, oft aðeins ein á hverjum þalreit.
Þyrpidoppa vex á blágrýtissteinum og mun vera algeng um allt land,
þótt henni hafi ekki mikið verið safnað.
Myndin af þyrpidoppu er
tekin á Náttúrufræðistofnun, Akureyri 21. nóvember 2005 af sýni
frá klöppum gegnt Kringilsárrana.