hefur hrúðurkennt þal sem er reitskipt, með grábúna til dökkbrúna,
oft ljóshrímaða, þéttstæða, strenda og oft nokkuð kúpta þalreiti.
Askhirslur eru svartar með þunnri rönd, lengst af flatar, í hæð við
þalið eða lítið eitt yfir. Aðeins eitt, stórt askgró er í hverjum
aski, gróið er marghólfa múrskipt, svargrænt eða blágrænt,
sporbaugótt, oft mjórra í endann sem snýr niður í askinum.
Vætuflikran er mjög sjaldgæf, vex á basalti. Völuflikra líkist henni
í útliti, en er miklu algengari og hefur tvö gró í hverjum aski.