vex í klettaskorum,
venjulega utan í þverhnýptum, lítið eitt rökum klettaveggjum.
Hún er líklega einna algengust á Austurlandi, en vex þó víða um
land. Þetta er blaðkennd flétta, en blöð hennar eru
samorpin í þéttar fellingar eða þyrpingar, sem minna helzt að lögun
á innýfli eða þarma. Hún er grábrúnleit á litinn. Annað
afbrigði af þessari sömu tegund hefur breiðari bleðla sem ekki mynda
svona samvaxnar þyrpingar, og nefnist það blaðkorpa,
Dermatocarpon miniatum var.
miniatum.