er hrúðurkennd flétta með afar þunnt og ógreinilegt þal, ljósgrátt eða hvítleitt á litinn og klæðir utan sinu eða mosa, sjaldnar lítið eitt reitskipt með kúptum, gráum þalreitum. Askhirslurnar eru svartar og lítið eitt gljáandi, kúptar og nær barmlausar. Gróin eru átta í aski, fjórhólfa, glær.
Fernukúpan er sjaldséð tegund sem vex á plöntuleifum, oftast mosa eða sinu. Hún líkist viðarkúpu, en hefur að jafnaði stærri askhirslur, gróin eru heldur minni og aldrei meira en fjórhólfa.