er fremur
sjaldgæfur, og vex nær eingöngu hátt til fjalla. Á
Eyjafjarðarsvæðinu er hann algengur þegar komið er upp í 1000 m hæð
í fjöllunum og þar fyrir ofan. Einstöku sinnum finnst hann þó
miklu neðar. Tindanaflinn er ljós á lit á efra borði, og hefur
oftast engar askhirzlur. Neðra borðið er sótsvart, alsett
gráum eða svörtum rætlingum. Hamranafli,Umbilicaria vellea, líkist nokkuð tindanafla,
ljósgrá á efra borði og með svarta rætlinga á neðra borði. Hún er þó
miklu sjaldgæfari, venjulega miklu stærri, og vex í breiðum utan í
klettaveggjum, þekkist einnig á smávörtum á milli rætlinganna sem
ekki eru á tindanafla.
Tindanafli við
Arnardalsá á Möðrudalsöræfum 15. ágúst 1993.