er algeng hvarvetna
á landinu þar sem raka úthafsloftslagsins nýtur við, en er sjaldgæf
á inn til landsins fyrir norðan þar sem loftslag er landrænna. Þar
finnst hún hins vegar víða á háfjöllum þar sem þokur eru tíðari en á
láglendi. Skeljaskóf myndar þríbýli, sveppur hennar er í sambýli við
bæði grænþörunga og blágræna þörunga. Græn-þörungurinn er inni í
hvíta þalinu, en bláþörungurinn er í brúna keppnum sem oftast situr
í miðju skófarinnar. Á myndunum hér að neðan sjást einnig askhirzlur
skeljaskófarinnar sem kringlóttar, bleikar skífur. Þær eru þó fremur
sjaldséðar.
Skeljaskóf í Surtsey í
ágúst 1975. Brúnar hnyðlur með blágrænum þörungum sjást
greinilega, og einnig bleikar askhirzlur.
Skeljaskóf uppi á
Reynivallahálsi í Kjós 23. ágúst 1989. Stórar brúnar hnyðlur, og
margar bleikar askhirzlur.