hefur fundizt
nokkuð víða um landið, þótt ekki sé hún algeng. Hún er afar lítið
áberandi, og er trúlega miklu víðar en vitað er. Hún vex á grjóti,
oft á strjálingi innan um aðrar fléttur. Þalið er hrúðurkennt,
rauðbrúnt á litinn, stundum allþykkt og flysjast þá auðveldlega af
grjótinu. Askhirzlurnar eru samlitar þalinu, í fyrstu með þröngu
opi, en geta síðar orðið um 1 mm í þvermál, með þykkum barmi sem oft
er með reglulegum skerðingum.
Myndin af bleikfles er
tekin í júlí árið 2004 á Náttúrufræðistofnun á Akureyri.