er hefur
hrúðurkennt, þunnt, dökk brúnt eða brúnsvart þal
með sléttu yfirborði sem er fínlega sprungið, en tæplega alveg
reitskipt. Skjóðurnar mynda áberandi, upphleyptar vörtur og
eru samlitar þalinu, standa um það bil hálfar upp
úr, oft með laut í toppinn. Í þverskurði hafa skjóðurnar dökkbrúna
veggi, eru um 0,4-0,5 mm í þvermál og innihalda egglaga
þörungafrumur. Tvö gró í hverjum aski, gróin margskipt múrlaga, í
fyrstu glær, en síðan dökk brún, 30-48 x 14-20 µm. Brúnvartan vex á
klettum og steinum við ár, læki og vötn, oft í flæðarmáli eða á
klettum þar sem vatn seitlar um stöðugt eða öðru hvoru, stundum á
kafi. Hún virðist vera algeng um allt landið.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar þekktar fléttusýrur.