Þal mosaduðrunnar
er hrúðurkennt, ýmist örþunnt og lítt sýnilegt utan á mosagreinum
eða sinu, eða þykkara og þá vörtótt ójafnt og minnir á
blómkál, vörtur 0,2-0,5 mm, hvítleitar, ljósgráar eða ljósbrúnar.
Askhirslur eru disklaga, oft flatar en verða stundum kúptar og
barmlausar, brúnar, oft dökkar eða nær svartar, í fyrstu oft
gljáandi, síðar mattar, 0,5-1,5 mm í þvermál. Gróin eru átta í
hverjum aski, glær, einhólfa, sporbaugótt til aflöng, 10-15 × 4-6
µm. Askþekjan er brún, askbeðurinn glær eða ljósbrúnn, 50-65 µm
þykkur, undirþekjan er brún, barmvefurinn dökkbrúnn. Mosaduðran vex
á grónum jarðvegi og mosum, einkum í snjódældabrekkum. Hún
finnst víða
á norðanverðu landinu til fjalla og á hálendinu.
Myndin af mosaduðru er tekin af sýni söfnuðu vestan Vatnastykkis á Melrakkasléttu 10. júlí árið 2002.