er allalgeng flétta
á steinum, einkum fuglatoppum um sunnanvert landið. Hún myndar
smábleðla sem eru ljósir eða drapplitaðir, að jafnaði nokkrir saman
með bili á milli. Askhirzlurnar koma fram sem dökkbrúnir dílar ofan
á bleðlunum. Þær eru niðurgrafnar í þalið. Askarnir bera afar mörg og smá gró, þau eru aðeins um 2
míkrón á lengd og eitt á breidd og skipta hundruðum í hverjum aski.
Þetta er sameiginlegt einkenni á öllum tegundum
krímuættkvíslarinnar.
Sýni LA-28894
Fölkríma frá Köldukvísl á Tjörnesi. Sýni
safnað af Starra Heiðmarssyni 17. júlí 2013.