eru sjaldgæf tegund
á Íslandi, en þó líklega dreifð um landið. Knattstúfar hafa fundizt
m.a. í nágrenni Hveragerðis, á Hesteyri í Jökulfjörðum og við
Hjaltastað á Fljótsdalshéraði. Knattstúfar vaxa á klettum, oftast
fremur skuggsælum stöðum og rökum, helzt þar sem vatn leikur stöku
sinnum um klettana. Fléttan samanstendur af svörtu, sléttu
grunnþali, en upp af því vex þyrping af gráhvítum, oft lítið eitt
blá- eða bleikleitum, stuttum, ávölum snepum eða stúfum. Askhirzlur
eru fremur sjaldséðar, þær eru rauðbrúnar og myndast á enda
stúfanna.