er mjög algeng skóf og útbreidd um allt land
bæði á láglendi og hátt til fjalla. Hún vex á bersvæði, er oftast
brúnleit á efra borði, stinn viðkomu og nokkuð loðin einkum til
jaðranna, með fremur mjóa og hrokkinrenda bleðla.
Þal fjallaskófar er allstórt, þykkt og
stinnt, bleðlar sjaldan meir en 2,5 cm á breidd, jaðarinn útréttur
eða lítið eitt uppsveigður, oft mikið hrokkinn, en ekki
niðursveigður eins og á engjaskófinni. Efra borðið er grábrúnt eða brúnt,
með loðnu út við jaðarinn, innar oft nakið en ekki gljáandi. Neðra
borð er hvítt eða ljósbrúnt út við jaðarinn, oft dekkra brúnt nær
miðju, æðar grannar, upphleyptar, mynda þéttara net en á engjaskóf,
rætlingar styttri og oftast brúnir innan til. Askhirzlur eru brúnar á
efra borði, söðullaga, á uppsveigðum bleðlum eins og á engjaskóf.
Askgróin glær, fjórhólfa, svipuð að stærð og á engjaskóf.