er sjaldséð flétta og hefur fremur smáar
þalhreistrur, 1-3 mm í þvermál með skertum jöðrum, efra borð
grágrænt, það neðra hvítt. Þalgreinar eru uppréttar, 1-4 sm háar og
um 1 mm á þykkt, oftast töluvert greindar
í toppinn, sjaldnar ógreindar og ávalar í
endann, barkklæddar á hliðunum,
ýmist með sléttu eða grófkornóttu yfirborði, ekki með hraufum en
stundum hreistraðar. Askhirzlur eru algengar, mjög áberandi
og dökkrauðar á litinn, mynda
oft þétta þyrpingu á greinendunum, og gróa stundum saman. Pyttlur
eru algengar á jarðhreistrunum, tiltölulega stórar og oft greinilega
stilkaðar, brúnar eða rauðar. Skartbikar er fremur auðþekktur, líkist helzt rauðbroddum sem
hafa þó duftkenndar hraufur ofan til á þalgreinunum. Minnir einnig á
hreisturbrodda og skarlatbikar sem báðar hafa dökkrauðar askhirzlur,
en ólíkar þalgreinar.
Myndirnar af skartbikar eru báðar teknar á Gljúfraborg í Breiðdal,
7. júlí 2012.